Tuesday, May 8, 2007

Miðvikudagstúrinn

8 söfn rukka ekki inn á miðvikudögum. Hægt er að ná þeim öllum eða flestum á einum degi, með góðu skipulagi.

Hér er listi yfir söfnin 8 í engri sérstakri röð, smella má á link til að fá nánari uppl. um hvert þeirra. Sjá jafnframt meðfylgjandi mynd, sem smella má á til að stækka, og prenta jafnvel út.

nr. nafn opið staðsetning
1 Thorvaldsensmuseum 10-17 við Kristjánsborg
2 Tøjhusmuseet 12-16 við Kristjánsborg
3 Hirschsprungske Samling 11-16 rétt hjá Norreport
4 Orlogsmuseet 12-16 Kristjánshöfn
5 Kunsthallen Nikkolaj 12-17 á strikinu
6 Kunstindustrimuseet 10-17 stutt frá Amalíuborg
7 Post og Telemuseum 10-20 stutt frá Strikinu
8 Dansk Design Center frítt e. kl. 17, opið til 21 nálægt Ráðhúsinu



Ath.: þegar ég fór í slíkan túr miðvikudaginn 9. maí 2007 (sjá lýsingu í bloggfærslu) flaskaði ég á því að eitt safnið hafði breytt opnunartímanum. safn nr. 6 var aðeins opið til 17, en ekki 18 eins og ég hafði lesið. Það er því betra að hafa vaðið fyrir neðan sig áður en lagt er í túrinn.