Tuesday, May 8, 2007

Miðvikudagstúrinn

8 söfn rukka ekki inn á miðvikudögum. Hægt er að ná þeim öllum eða flestum á einum degi, með góðu skipulagi.

Hér er listi yfir söfnin 8 í engri sérstakri röð, smella má á link til að fá nánari uppl. um hvert þeirra. Sjá jafnframt meðfylgjandi mynd, sem smella má á til að stækka, og prenta jafnvel út.

nr. nafn opið staðsetning
1 Thorvaldsensmuseum 10-17 við Kristjánsborg
2 Tøjhusmuseet 12-16 við Kristjánsborg
3 Hirschsprungske Samling 11-16 rétt hjá Norreport
4 Orlogsmuseet 12-16 Kristjánshöfn
5 Kunsthallen Nikkolaj 12-17 á strikinu
6 Kunstindustrimuseet 10-17 stutt frá Amalíuborg
7 Post og Telemuseum 10-20 stutt frá Strikinu
8 Dansk Design Center frítt e. kl. 17, opið til 21 nálægt Ráðhúsinu



Ath.: þegar ég fór í slíkan túr miðvikudaginn 9. maí 2007 (sjá lýsingu í bloggfærslu) flaskaði ég á því að eitt safnið hafði breytt opnunartímanum. safn nr. 6 var aðeins opið til 17, en ekki 18 eins og ég hafði lesið. Það er því betra að hafa vaðið fyrir neðan sig áður en lagt er í túrinn.

Monday, January 22, 2007

Dansk Design Center - bara á miðvikud. e. kl. 17

www.ddc.dk - mínar myndir

Danska hönnunarmiðstöðin er á HC Andersens Blvd. (gatan fer framhjá Ráðhústorgi) og rukkar ekki inn milli klukkan 17 og 21 á miðvikud.

Gleraugu, reiðhjól, húsgögn, ryksugur og heimasíður - enginn verður svikinn af því að kíkja inní undraveröld danskrar hönnunar.

Miðstöðin er á þremur hæðum og þar er bæði kaffihús og svokölluð 'flow' verslun, þar sem hægt er að kaupa sér frið í flösku, ánægjupillur og ást í bauk.

Opnunartímar:
mánud. - föstud. 10-17
miðvikud. 10-21 - frítt frá kl. 17.
helgar 11-16

Dansk Design Center
HC Andersens Boulevard 27
1553 København V

Sunday, January 21, 2007

Orlogsmuseet - bara á miðvikud.

www.orlogsmuseet.dk - mínar myndir

Flotasafnið, sem staðsett er í fallegu umhverfi Kristjánshafnar hefur að geyma yfir 400 upprunaleg skipamódel sem sýna 300 ára skipaútgerð, auk fjölda áhalda, búninga, fígúra og báta.


Opnunartímar: þriðjud. - sunnud. 12-16, frítt inn á miðvikud.

Venjulegt verð er 40 kr. danskar.

Overgaden Oven Vandet 58 A,
København K

33 11 60 37

Friday, January 19, 2007

Kunstindustrimuseet - bara á miðvikud.

http://kunstindustrimuseet.dk - mínar myndir

Í Breiðgötu er frítt á miðvikud. inn á Iðnhönnunarsafnið, hið fremsta á Norðurlöndum að sögn heimasíðunnar. Ef það er eitthvað sem Danir eru góðir í þá er það húsgagna- og búsáhaldahönnun.

Safnið er nálgægt FrihedsMuseet og Afsteypusafninu (alltaf frítt inn á bæði). Gaman er að sjá hin ólíku tímabil í iðnhönnun samankomin í húsinu, sem leynir á sér hvað stærð varðar

Venjulegt verð er 40 kr. danskar, frítt fyrir 0-18 ára.

Opnunartímar:
þriðjud – sunnud.: 10.00 – 17.00, frítt inn á miðvikud. :-:

Kunstindustrimuseet
Bredgade 68 / 1260 København K
Telefon 33 18 56 56

Den Kongelige Afstøbningssamling

http://www.smk.dk/kas (hluti Statens Museum for Kunst en staðsett annarsstaðar)

Konunglega afsteypusafnið er opið almenningi gjaldfrítt báða dagana sem það er opið, á miðvikud. og sunnud. Þar má sjá afsteypur af mörgum frægustu höggmyndum heimsins - frægust þeirra er afsteypan af Davíð eftir Michelangelo.

Safnið er staðsett við Tollbúðargötu og tilvalið að heimsækja það um leið og Frihedsmuseet (gratis alla daga) og Kunstindustrimuseet (gratis á miðvikud.), sem bæði eru í grenndinni.

Opnunartímar:
miðvikud. kl. 14-20
sunnud. kl. 14-17
Ókeypis leiðsögn: sunnud. kl. 15


Den Kongelige Afstøbningssamling
Vestindisk Pakhus
Toldbodgade 40
1253 København K

Tøjhusmuseet - bara á miðvikud.

http://www.thm.dk - mínar myndir

Tøjhusmuseet er safn tileinkað vörnum og vopnum í DK og er staðsett í Tøjhusgötu (nafnið er komið af þýska orðinu yfir fallbyssur, ekki danska orðinu yfir föt).

Þetta hersafn er rétt hjá Fólksþinginu (sem er rétt hjá Thorvaldsen safninu).
Þar eru til sýnis aragrúi af byssum, hnífum, kanónum, rifflum, loftvarnarbyssum, rauðstökkum og brynklæðum.


Venjulegt verð er 40 kr. danskar, frítt fyrir 17 ára og yngri.

Opnunartími: opið alla daga nema mánud. kl. 12-16, frítt inn á miðvikud.


Tøjhusgade 3
1214 København K

Thorvaldsensmuseum - bara á miðvikud.

www.thorvaldsensmuseum.dk - mínar myndir

Ókeypis er á miðvikud. inn á þetta safn sem tileinkað er íslenska myndlistarmanninum Thorvaldsen. Þar má sjá myndlist, arkitektúr og skúlptúra í mikilli dýrð.

Venjulegt verð er 20 kr. danskar, ókeypis f. 18 ára og yngri.Opnunartímar:
þriðjud. - sunnud. kl. 10-17
lokað á mánud., frítt á miðvikud.

Thorvaldsens Museum
Bertel Thorvaldsens Plads 2
1213 København K

Thursday, January 18, 2007

Post og Telemuseum - bara á miðvikud.

www.ptt-museum.dk - mínar myndir

Í göngugötunni Kaupmangaragötu 37, rétt hjá Strikinu (á horninu við Møntergade), er póst- og fjarskiptasafn Khafnar.
Það er í miðjum bænum og um að gera að taka sér frí frá búðarrápinu til að fræðast um frímerki og aðrar merkilegar uppfinningar.

Safnið kemur mjög skemmtilega á óvart og er í raun hin besta skemmtun fyrir öll vit. Sýningin spannar samskiptasögu Danmerkur, sem ótrúlegt en satt er bæði fræðandi og skemmtileg

Meðal þess sem fyrir augu og eyru ber á safninu er graskerakerra dregin af hestum, talandi karl að skrifa bréf úr fangelsi, pönkari fyrir utan símaklefa, dagur í lífi símadömu (þær þurftu að vera ógiftar, vel talandi og geta lifað á litlu) og lifandi járnbrautalestir.

Venjulegt verð er 40 krónur danskar, 25 fyrir stúdenta, ókeypis fyrir 18 ára og yngri.

Opnunartímar:
þriðjud. - laugard. kl. 10.00 - 17.00
miðvikud. kl. 10.00 - 20.00 - og frítt inn!
Sunnud. kl. 12.00 - 16.00
Lokað á mánud.

Post & Tele Museum
Købmagergade 37
Postboks 2053
1012 København K

Københavns Bymuseum - bara á föstud.

http://bymuseum.dk/ - mínar myndir.

Á Vesturbrúgötu er Bæjarsafn Kaupmannahafnar, þar sem fræðast má um sögu borgarinnar.
Frítt er inn á föstudögum.

Venjulegt verð er 20 kr. danskar, frítt inn fyrir 0-17 ára.

Á sumrin er líkan af gömlu Kaupmannahöfn í garðinum fyrir framan. Vel þess virði er einnig að skoða "frönsku götuna" Vestend, sem er þarna rétt (lengra inn götuna til vinstri).

Opnunartímar: miðvikudagar 10 - 21, aðra daga 10 - 16, frítt á föst, lokað á þriðjud.

Københavns Bymuseum
Vesterbrogade 59
København V


Hirschsprungske Samling - bara á miðvikud.

http://hirschsprung.dk/

Í sænska hverfinu í Austurbrú, ekki langt frá ríkislistasafninu (nánast í garði þess) er að finna myndlistasafn með varanlegum og tímabundnum sýningum á fallegri myndlist.

Safnið, sem byggt var af listsafnaranum Heinrich Hirschsprung og fullklárað 1911, er án efa eitt flottasta málverkasafn í einkaeigu á Norðurlöndum. Það er mjög stórt og auðvelt er að gleyma sér í heilu klukkutímana við að virða fyrir sér listaverkin.

Venjulegt verð er 50 kr. danskar.

Opnunartímar: alla daga kl. 11-16. Lokað á þriðjud., bara frítt á miðvikud.

Stockholmsgade 20,
2100 København Ø

Kunsthallen Nikkolaj - bara á miðvikud.

http://kunsthallennikolaj.dk/

Á miðju strikinu í fyrrverandi kirkju er Listhöllin Nikolaj, þar sem finna má (oft tilraunakennda) samtíðarlist innlendra og útlendra listamanna.

Venjulegt verð er 20 kr. danskar en frítt er inn á miðvikud.
Opnunartímar: alla daga kl. 12 - 17 (en bara frítt á miðvikud.)



Nikolaj Plads 10,
1067 Kobenhavn K,
Telefon: 33931626

Sjá myndir af húsinu.

Glyptotekið - bara á sunnud.

www.glyptoteket.dk
Þetta einkalistasafn Carls Jacobsens bruggara (Ny Carlsberg Glyptotek) hleypir bara frítt inn á sunnudögum, en það er þess virði að bíða.
Þar eru bæði varanlegar og tímabundnar sérsýningar.

Venjulegt verð er 50 kr. danskar.

Alltaf kostar þó 85 kr. inn á sérsýningarnar þótt frítt sé inn á varanlega safnið hans Jacobsens.



Opnunartími: 10-16

Dantes Plads 7
1556 København V
Tlf: 33 41 81 41
Fax: 33 41 81 41

Statens Museum for Kunst

www.smk.dk - mínar myndir.

Fyrir sumar sýningar er krafist aðgöngueyris, sú næsta þegar þetta er skrifað er 10. feb. - 13. maí 2006.Ríkislistasafnið sýnir fjöldann allann af listaverkum, þar eru nýstárleg nýaldarmálverk og -styttur og einnig er farið nokkuð vítt yfir helstu listastefnur síðustu alda.

Garðurinn í kringum safnið er einnig verður innlits.
Opnunartímar:
þriðjud. - sunnudd. kl. 10-17
miðvikud. 10-20
lokað á mánud.

Sølvgade 48-50
1307 København K

Nationalmuseet

www.natmus.dk- mínar myndir

Ríkissafn / þjóðminjasafn Danmerkur - ókeypis er á langflesta hluta safnsins.

Í safninu er stiklað á stóru í sögu Danmerkur (nei, ekkert minnst á Ísland) og þar eru fjölbreyttar sérsýningar um hin ýmsu menningarsvæði.

Sýningar þegar þessi orð eru skrifuð skv. heimasíðu:
Danmarks Odtid [Danmörk fornalda] (opnar aftur 2008)
Middelalder og Renæssance [miðaldir og endurreisnartímabilið]
Nyere tid 1660-2000 [Nýaldir?]
Jordens Folk [fólk jarðarinnar]
Etnografiske Skatkamre [þjóðfræðileg útstilling]
Møntsamling [myntsafn]
Antiksamling [listverkasafn]

Børnenes Museum [Barnasafn]


Guðlaugur Arason mælir með níðstyttu (skamstotte) í garði Þjóðminjasafnsins um ríkishirðmeistara sem talinn er mesti föðurlandssvikari Danmerkur, þar sem stendur: 'Forræderen Corfitz W.F. til ævig Spott, Skam og Skendsel' - 'Svikaranum Corfitz W.F. til ævarandi háðs, skammar og svívirðingar'


Vídeo (quicktime, enskt tal): natmus.dk/graphics/Natmus/filmklip/natmus_adsl.mov

Opnunartímar:

þriðjud. - sunnud. kl. 10-17. Lokað á mánud. Ókeypis túrar á sunnudögum kl. 14.


Free guided tours in English at 11
- June: Sunday,
- July, August, September: Tuesday, Thursday and Sunday.



Prinsens Palais
Ny Vestergade 10
1471 København K

Bókasafnið:
Frederiksholms Kanal 12,
1220 København K
Tel.: (+45) 3313 4411

Jónshús

www.jonshus.dk

Í húsi Jóns Sigurðssonar (Islands Kulturhus) er á 3. hæð að finna minningarsýningu um Jón Sigurðsson og Ingibjörgu Einarsdóttur eiginkonu hans, sögu hússins, sjálfstæðisbaráttuna o.fl.


Opnunartímar:
á miðvikudögum kl. 18.00 - 20.00, laugardögum kl. 09.00 - 14.30, sunnudögum kl. 14.00 - 17.00 og í samráði við umsjónarmann í síma 33137997.



Øster Voldgade 12
1350 København K
Simi: 33 13 79 97
jonshus@mail.tele.dk

Musikmuseet

www.frihedsmuseet.dk/sw27613.asp

Tónlistarsafnið sýnir hljómfæri hvaðanæva að úr heiminum, og alltaf er frítt inn. Einnig er þar tónlistarbókasafn.

Opnunartímar:
1. oktober - 30. april: þriðjud., miðvikud., laugard., sunnud. kl. 13:00-15:50
2. maj - 30. september: alla daga nema mánud. kl. 13:00-15:50,

- Musikhistorisk Museum & Carl Claudius' Samling
Åbenrå 30
1124 København K
33 11 27 26

ToldSkat Museum

http://toldskatmuseet.dk - mínar myndir.

Tolla- og skattasafnið er staðsett rétt hjá nýju litlu hafmeyjunni í hinu nýlega hverfi Amerikaplads á Austurbrú (við löngulínu), þar sem skemmtiferðaskipin leggjast að.

Þar er farið í gegnum sögu tollamála allt til dagsins í dag. Hvernig voru skattar og gjöld greidd í gamla daga? Hvernig var sköttunum deilt niður? Hvaða aðferðir nota menn til að smygla vörum til Danmerkur?

Í safninu er að finna tollbása, gegnumlýsingarbíl, gamlar tölvur danska skattsins, eftirlíkingar gamalla tollskipa, smyglgám og fleira skemmtilegt.



Þar eru einnig sýndar ýmsar tegundir eftirlíkinga og smyglvarning.

Frásögn af heimsókn 2007.


Opnunartímar:
miðvikud., fimmtud. og sunnud. kl. 11-16 skv. toldskatmuseet.dk
mánud., miðvikud., fimmtud. og föstud. kl. 12-15 og fyrstu helgina í hverjum mánuði kl. 12-15 skv. unge.skat.dk/toldskat_museum.asp

Dahlerups Pakhus
Langelinie Allé 21
2100 København Ø