www.ptt-museum.dk - mínar myndir
Í göngugötunni Kaupmangaragötu 37, rétt hjá Strikinu (á horninu við Møntergade), er póst- og fjarskiptasafn Khafnar.
Það er í miðjum bænum og um að gera að taka sér frí frá búðarrápinu til að fræðast um frímerki og aðrar merkilegar uppfinningar.
Safnið kemur mjög skemmtilega á óvart og er í raun hin besta skemmtun fyrir öll vit. Sýningin spannar samskiptasögu Danmerkur, sem ótrúlegt en satt er bæði fræðandi og skemmtileg
Meðal þess sem fyrir augu og eyru ber á safninu er graskerakerra dregin af hestum, talandi karl að skrifa bréf úr fangelsi, pönkari fyrir utan símaklefa, dagur í lífi símadömu (þær þurftu að vera ógiftar, vel talandi og geta lifað á litlu) og lifandi járnbrautalestir.
Venjulegt verð er 40 krónur danskar, 25 fyrir stúdenta, ókeypis fyrir 18 ára og yngri.
Opnunartímar:
þriðjud. - laugard. kl. 10.00 - 17.00
miðvikud. kl. 10.00 - 20.00 - og frítt inn!
Sunnud. kl. 12.00 - 16.00
Lokað á mánud.
Post & Tele Museum
Købmagergade 37
Postboks 2053
1012 København K
Thursday, January 18, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment