Tolla- og skattasafnið er staðsett rétt hjá nýju litlu hafmeyjunni í hinu nýlega hverfi Amerikaplads á Austurbrú (við löngulínu), þar sem skemmtiferðaskipin leggjast að.
Þar er farið í gegnum sögu tollamála allt til dagsins í dag. Hvernig voru skattar og gjöld greidd í gamla daga? Hvernig var sköttunum deilt niður? Hvaða aðferðir nota menn til að smygla vörum til Danmerkur?
Í safninu er að finna tollbása, gegnumlýsingarbíl, gamlar tölvur danska skattsins, eftirlíkingar gamalla tollskipa, smyglgám og fleira skemmtilegt.
Þar eru einnig sýndar ýmsar tegundir eftirlíkinga og smyglvarning.
Frásögn af heimsókn 2007.
Opnunartímar:
miðvikud., fimmtud. og sunnud. kl. 11-16 skv. toldskatmuseet.dk
mánud., miðvikud., fimmtud. og föstud. kl. 12-15 og fyrstu helgina í hverjum mánuði kl. 12-15 skv. unge.skat.dk/toldskat_museum.aspDahlerups Pakhus
Langelinie Allé 21
2100 København Ø
No comments:
Post a Comment