Monday, January 22, 2007

Dansk Design Center - bara á miðvikud. e. kl. 17

www.ddc.dk - mínar myndir

Danska hönnunarmiðstöðin er á HC Andersens Blvd. (gatan fer framhjá Ráðhústorgi) og rukkar ekki inn milli klukkan 17 og 21 á miðvikud.

Gleraugu, reiðhjól, húsgögn, ryksugur og heimasíður - enginn verður svikinn af því að kíkja inní undraveröld danskrar hönnunar.

Miðstöðin er á þremur hæðum og þar er bæði kaffihús og svokölluð 'flow' verslun, þar sem hægt er að kaupa sér frið í flösku, ánægjupillur og ást í bauk.

Opnunartímar:
mánud. - föstud. 10-17
miðvikud. 10-21 - frítt frá kl. 17.
helgar 11-16

Dansk Design Center
HC Andersens Boulevard 27
1553 København V

No comments: